Varðandi miðakaup á dalurinn.is


Lokað verður fyrir ábyrgðapóst mánudaginn 22. júlí kl. 08:00 

Eftir það verður hægt að velja að fá miðana í Landeyjahöfn eða í Vestmannaeyjum.
 
 
 
Þeir sem velja Vestmannaeyjar geta nálgast miðana sína í Týsheimilið þriðjudagana 23. og 30. júlí milli kl. 11:00 og 14:00. Einnig verða miðar afhentir við hliðið í Herjólfsdal dagana 1. til 4. ágúst.

Þeir sem velja að fá miðana sína afhenta í Landeyjahöfn geta nálgast þá í þar til merktum skúr frá 1. til 4. ágúst.

Þegar miðar eru afhentir þarf að hafa kvittun fyrir miðakaupunum.

Þeir sem völdu að fá miðana sína í ábyrgðapósti ættu að fá þá í hendur eigi síðar en fimmtudaginn 25. júlí.

Ef einhver vandamál koma upp þá má senda okkur póst á [email protected]

Að lokum viljum við benda Þjóðhátíðargestum á að týndur miði er glatað fé og að ef armband slitnar þá er það á ábyrgð eiganda.

Gestir okkar eru hvattir til að koma vel fram og muna að nauðsynlegt er að fá já.
 
Hlökkum til að sjá ykkur í Dalnum á Þjóðhátíð 2013

 
Deila á facebook